Ráðstefnur vegum Islandsmot á Íslandi.
Ráðstefnur vegum Islandsmot á Íslandi.
Íslandsmót nýtur sérstöðu á Íslandi með áratuga reynslu í skipulagningu og þjónustu við stóra jafnt sem smáa hópa, innlenda sem erlenda.
Markmiðið er að veita fyrsta flokks faglega þjónustu með sem minnstum tilkostnaði. Viðskiptavinurinn á að geta notið sinnar eigin ráðstefnu bæði sem gestgjafi og gestur, áhyggjulaus um framkvæmdina sjálfa, og þá gildir einu hvort um er að ræða fjármálastjórnun, bókanir, eða mannleg samskipti.
Til að tryggja allra besta skipulag og umgjörð sem völ er á, hefur Íslandsmót tekið í notkun, og gerst aðili að Eventsforce skráningarkerfinu. Það er eitt fullkomnasta kerfi, sem völ er á í heiminum, og gerir verkefnastjórum kleift að klæðskerasauma hvert verkefni fyrir sig
og sníða það að þörfum viðskiptavinarins, jafnvel í smæstu atriðum.
Tími þinn og fyrirtækis þíns er dýrmætur og ráðstefnuhald sem stjórnað er innandyra getur hæglega sett
daglega starfsemi í uppnám og orðið mjög kostnaðarsamt og erfitt.
Sýningar á vegum Islandsmot á Íslandi.
Sýningar á vegum Islandsmot á Íslandi.
Eitt af sérsviðum Íslandsmóta eru hvers kyns viðburðir og býr þar að baki áratuga reynsla og sérþekking.
Hvort sem þú íhugar veislu, stóra sem smáa, kokteilboð, tónleika, árshátíð, átt von á sérstökum gestum eða hvað annað sem þér dettur í hug, þá hefur Íslandsmót reynsluna og þekkinguna til að koma því í verk.
Hvort sem þú kýst að vera í hefðbundnu umhverfi, uppi á jökli, niðri í fjöru, úti í sveit, inni í helli, eða jafnvel erlendis, þá tekur Íslandsmót viðbótarskrefið og sér um að viðburðurinn verði eftirminnilegur og þér til sóma.
Til að tryggja bestu mögulegu framkvæmd á hverjum viðburði fyrir sig eru sérfræðingar Íslandsmóta einnig í samstarfi við alla helstu fagmenn á hverju sviði, hljóðmenn, tónlistarstjóra, dansstjórnendur, matreiðslumenn, skemmtanastjóra o.s.frv.
Sameiginlegur viðburðir skipulagðir af Islandsmot á Íslandi.
Sameiginlegur viðburðir skipulagðir af Islandsmot á Íslandi.
Um árabil hefur Íslandsmót staðið að vörusýningum af öllum stærðum og umfangi.
Hvort sem þú íhugar minniháttar kynningu á nýrri vöru eða vörulínu, fjölþætta alþjóðlega vörusýningu, eða eitthvað þar á milli, þá hefur Íslandsmót þekkinguna og reynsluna til að gera vörusýninguna þína svol vel úr garði að eftir verði tekið og að hún skili tilætluðum árangri.