Um okkur

Íslandsmót er sérhæft fyrirtæki á sviði ráðstefna, viðburða og vörusýninga.

Í samvinnu við systurfélag sitt, Atlantik ferðaskrifstofu, nýtur Íslandsmót sérstöðu á Íslandi með áratuga reynslu í skipulagningu
og þjónustu við kröfuhörðustu hópa, stóra jafnt sem smáa, innlenda sem erlenda.

 Markmið fyrirtækisins er að veita viðskiptavinum fyrsta flokks faglega þjónustu með sem minnstum tilkostnaði. Viðskiptavinurinn á að geta notið sinnar eigin ráðstefnu, viðburðar eða vörusýningar bæði sem gestgjafi og gestur, áhyggjulaus um framkvæmdina sjálfa,
og þá gildir einu hvort um er að ræða fjármálastjórnun, bókanir, eða mannleg samskipti.

Til að tryggja allra besta skipulag og umgjörð um viðburði sem völ er á hefur Íslandsmót tekið í notkun og gerst aðili að Eventsforce skráningarkerfinu. Það er eitt fullkomnasta kerfi sem völ er á í heiminum og gerir verkefnastjórum kleift að klæðskerasauma hvert verkefni fyrir sig
og sníða það að þörfum viðskiptavinarins, jafnvel í smæstu atriðum.